GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Keppni til landsliðssæta karla og kvenna 50+ sem keppa undir merkjum EGA er lokið. 

Samkvæmt reglugerð þá fær Íslandsmeistari í höggleik í Íslandsmóti eldri kylfinga landsliðssæti ásamt fimm efstu kylfingunum á stigalista Öldungamótaraðarinnar þar sem árangur 5 bestu mótanna telur (af 6 fyrstu mótunum). 

Landsliðin keppa 31. ágúst til 4. september, kvennaliðið í Búlgaríu en karlaliðið í Slóvakíu.

Landslið karla:

Frans Páll Sigurðsson 
Gunnar Páll Þórisson 
Halldór Sævar Birgisson
Ólafur Hreinn Jóhannesson
Sigurbjörn Þorgeirsson 
Tryggvi Valtýr Traustason 

Landslið kvenna: 

Ásgerður Sverrisdóttir
Kristín Sigurbergsdóttir 
María Málfríður Guðnadóttir 
Ragnheiður Sigurðardóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Þórdís Geirsdóttir 

Deildu:

Auglýsing
Í tilefni 90 ára afmælis Golfklúbbs Akureyrar á árinu hélt klúbburinn afmæliskaffi í golfskálanum að Jaðri þann 6. júlí. Fjöldi fólks var viðstaddur þegar sex GA félagar voru gerðir að heiðursfélögum klúbbsins. Allir hafa þeir unnið einstaklega gott og óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn í fjölmörg ár.Golfsamband Íslands óskar Golfklúbbi Akureyrar til hamingju með árin 90!
Svipmyndir úr vel heppnaðri æfingaferð íslensku landsliðanna til Woodhall Spa, Englandi⛳Þaðan héldu liðin til Írlands, Ungverjalands, Frakklands og lengra inn í England, þar sem þau leika í Evrópumótum landsliða. Mótin hefjast í dag og munum við fylgjast með gengi okkar kylfinga á miðlum GSÍ🎉
Gunnlaugur á 70👏Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur lokið leik á sínum fyrsta hring í lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins. Leiknar eru 36 holur í dag, þar sem 72 kylfingar berjast um fimm laus sæti í risamótinu sjálfu. 

Eftir fyrri hringinn er Gunnlaugur jafn í 12. sæti og í góðri stöðu til að sækja á seinni hringnum.

Gulli hóf leik á 10. holu og var á parinu eftir níu, með tvo fugla og einn tvöfaldan skolla. Á sínum seinni níu holum lék hann enn betur, fékk þrjá fugla, og kom í hús á 70 höggum⛳

Við munum halda áfram að fylgjast með seinni hring Gulla á miðlum GSÍ! Fylgist með
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, hefur í dag leik á Evrópumóti einstaklinga. Mótið fer fram á Vasatorps golfvellinum í Svíþjóð, en þangað eru mættir 144 af bestu áhugakylfingum heims⛳️Við munum fylgjast með gengi Dagbjarts næstu dagana hér á miðlum GSÍ og á golf.is
Auglýsing