Auglýsing

Kvenna – og karlalandslið Íslands 50 ára og eldri keppa á EGA mótum dagana 3.-7. september.

Kvennaliðið keppir í Slóveníu og karlaliðið í Búlgaríu.

Aðeins áhugakylfingar eru með keppnisrétt í þessum landsliðsverkefnum.

Kvennalið Íslands er þannig skipað:

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á EGA +50 kvenna.

Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG
Þórdís Geirsdóttir, GK
Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
María Guðnadóttir, GKG
Elsa Nielsen, NK
Ásgerður Sverrisdóttir, GR

Steinunn Sæmundsdóttir, GR, gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni og kemur Ásgerður inn í liðið í hennar stað.

Kvennaliðið keppir í Slóveníu á CUBO golfsvæðinu sem er ekki langt frá höfuðborginni Ljubljana. Nánari upplýsingar hér:

Íslenska kvennaliðið +50 endaði í 16. sæti eftir höggleikskeppnina – og leikur í B-riðli um 9.-16. sætið.

Í 1. umferð holukeppninnar mætti Ísland liði Skotlands, og sá leikur fór 4,5 – 0,5 fyrir Skotland.

Screenshot 2024 09 06 at 94901 AM
Screenshot 2024 09 06 at 94413 AM
Frá vinstri Ásgerður Sverrisdóttir Elsa Nielsen Ragnheiður Sigurðardóttir Þórdís Geirsdóttir María Málfríður Guðnadóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir

Karlalið Íslands er þannig skipað:

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á EGA + 50 karla:

Einar Long, GR
Gunnar Páll Þórisson, GKG
Hjalti Pálmason, GM
Kjartan Drafnarson, GK
Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB
Tryggvi Traustason, GSE

Karlaliðið keppir í Búlgaríu, á Black Sea Rama vellinum við Svarta hafið.

Nánari upplýsingar hér:

Karlalið Íslands +50 endaði í 9. sæti eftir höggleikskeppnina – og leikur um 9.-16. sætið í holukeppnina.

Ísland sigraði Austurríki 3,5-1,5 í fyrsta leiknum í B-riðlinum.

Screenshot 2024 09 06 at 95126 AM
Screenshot 2024 09 06 at 94454 AM
Frá vinstri Kjartan Drafnarson Einar Long Hjalti Pálmason Tryggvi Traustason Gunnar Páll Þórisson Sigurbjörn Þorgeirsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ