Keppni til landsliðssæta kvenna og karla 50+ á árinu 2024 sem keppa undir merkjum EGA er lokið.
Landsliðin keppa á Evrópumóti eldri kylfinga -EGA, 3.-7. september 2024.
Kvennaliðið keppir í Slóveníu og karlaliðið í Búlgaríu.
Aðeins áhugakylfingar eru með keppnisrétt í þessum landsliðsverkefnum.
Kvennalið Íslands er þannig skipað:
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG
Þórdís Geirsdóttir, GK
Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
María Guðnadóttir, GKG
Elsa Nielsen, NK
Ásgerður Sverrisdóttir, GR
Steinunn Sæmundsdóttir, GR, gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni og kemur Ásgerður inn í liðið í hennar stað.
Kvennaliðið keppir í Slóveníu á CUBO golfsvæðinu sem er ekki langt frá höfuðborginni Ljubljana. Nánari upplýsingar hér:
Karlalið Íslands er þannig skipað:
Einar Long, GR
Gunnar Páll Þórisson, GKG
Hjalti Pálmason, GM
Kjartan Drafnarson, GK
Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB
Tryggvi Traustason, GSE
Karlaliðið keppir í Búlgaríu, á Black Sea Rama vellinum við Svarta hafið.
Nánari upplýsingar hér: