Íslenska landsliðið skipað körlum 70 ára og eldri náði góðum árangri á ESGA Masters Team Championship & Cup 2018. Mótið fór fram í Lissabon í Portúgal dagana 18.-21. júní. Liðið endaði í fimmta sæti en alls tóku 19 þjóðir þátt. Þetta er besti árangur sem íslenskt lið skipað leikmönnum 70 ára og eldri hefur náð í þessari keppni.
Í hópnum voru: Axel Jóhann Ágústsson, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Óli Viðar Thorstensen, Þorsteinn Geirharðsson og Þórhallur Sigurðsson. Fararstjóri var Baldur Gíslason.