Golfsamband Íslands er 75 ára á þessu ári og af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður í Oddfellowhúsinu s.l. laugardag.
GSÍ er elsta sérsambandið í röðum ÍSÍ. Tíu menn hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni þann 14. ágúst 1942. Á þeim fundi var formlega stofnað samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands.
Edwin Roald var veislustjóri og stýrði hann veislunni af myndarbrag. Sérstakur gestur kvöldsins var Charles Harrison frá R&A í Skotlandi.
Hann færið GSÍ góða kveðjur frá æðsta sambandi golfíþróttarinnar í Evrópu í skemmtilegri ræðu. GSÍ fékk fjölmargar kveðjur í tilefni 75 ára afmælisins. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ kom færandi hendi ásamt Ólafi William Hand frá Eimskip sem hefur verið helsti samstarfsaðili GSÍ undanfarin ár.
Félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands, Þorsteinn Víglundsson, bar fyrir góðar kveðjur frá ríkisstjórn Íslands. Bróðir hans, Björn Víglundsson, formaður GR steig einnig í pontu og færði GSÍ bestu kveðjur frá fjölmennasta golfklúbbi landsins.
Sérstakur gestur kvöldsins var Charles Harrisson frá R&A í Skotlandi. Hann færði Hauki Erni Birgissyni forseta GSÍ gjöf í tilefni 75 ára afmælis GSÍ.
Charles Harrisson frá R&A í Skotlandi.