Ingi Þór Ólafson er Íþróttamaður Seltjarness 2023. Þetta er í annað sinn sem Ingi Þór fær þessa viðurkenningu. Auður Anna Þorbjarnardóttir, fimleikakona, er einnig Íþróttamaður Seltjarness 2023.
Kjörið er í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness
Ingi Þór er afrekskylfingur sem keppir í golfi fyrir hönd Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Hann leikur á mótaröð þeirra bestu og endaði í 8. sæti á stigalista mótaraðarinnar 2023. Hápuktur sumarsins var 4. sæti í Íslandsmótinu í höggleik en einnig var hann í öðru sæti í Hvaleyrarbikarnum. Ingi Þór lék í karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem sigruðu Íslandsmót golfklúbba 2023 og má segja að Ingi Þór hafi verið einn af lykilmönnum sveitar GM. Í kjölfarið var hann valinn í lið þriggja kylfinga úr GM til að leika á Evrópumóti golfklúbba í Portúgal.
Ingi Þór fór í tvö úrtökumót fyrir Nordic mótaröðina í haust og lék frábært golf og tryggði sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2024. Einnig var Ingi Þór valinn í landsliðshóp GSÍ fyrir 2024.