/

Deildu:

Andrea Bergsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Landsliðskonan Andrea Bergsdóttir heldur áfram að klifra upp heimslista áhugakylfinga en listinn var uppfærður í dag. Andrea, sem leikur með Colorado State háskólaliðinu, endaði í 2. sæti á Westbrook Invitational háskólamótinu sem fram fór dagana 25.-26. febrúar.

Andrea fer upp um 40 sæti í þessari viku og er hún í sæti nr. 301. Hún hefur farið upp um 333 sæti á síðustu fjórum vikum.

Á undanförnum vikum hefur Andrea tekið risastökk á heimslistanum en hún sigraði á dögunum á sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum. Hún er í efsta sæti yfir íslenska áhugakylfinga á heimslistanum í kvennaflokki.

Mótið sem hún sigraði á, Collegiate Invitational, var mjög sterkt og þar setti Andrea ný viðmið í stigasöfnun hjá íslenskum áhugakylfingi – en aldrei áður hefur íslenskur kylfingur fengið eins mörg heimslistastig fyrir sigur á móti áhugakylfinga.

Andrea fékk 18,6 stig fyrir sigurinn á Collegiate Invitational háskólamótinu. Til samanburðar fékk Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, 10,9 stig þegar hún sigraði á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri árið 2022.

Alls eru 11 konur frá Íslandi á heimslista áhugakylfinga.

Nánar hér á heimslistanum: www.wagr.com

Andrea hefur leikið með íslenska A-landsliðinu á undanförnum misserum. Hún ólst upp í Svíþjóð þar sem að fjölskylda hennar búsett. Andrea keppir fyrir Hills golfklúbbinn í Svíþjóð – en hér á landi hefur hún leikið undir merkjum GKG.

Andrea Bergsdóttir Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ