Andrea Bergsdóttir heldur áfram að bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki – en hún fór upp um 58. sæti þegar listinn var uppfærður í dag. Andrea er í sæti nr. 244 og er hún efst íslenskra kvenna á listanum.
Á þessu ári hefur Andrea farið upp um tæplega 400 sæti á heimslistanum.
Þetta er besti árangur Andreu á heimslistanum – en hún hefur sigrað á tveimur háskólamótum í Bandaríkjunum á þessu ári.
Andrea keppir fyrir Colorado State háskólaliðið – Hún hefur leikið með íslenska A-landsliðinu á undanförnum misserum. Hún ólst upp í Svíþjóð þar sem að fjölskylda hennar búsett. Andrea keppir fyrir Hills golfklúbbinn í Svíþjóð – en hér á landi hefur hún leikið undir merkjum GKG.
Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, fer upp um 195 sæti á milli vikna en hún sigraði á alþjóðlegu unglingamóti ums.l. helgi í Portúgal.