Auglýsing

Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru allir á meðal keppenda á UAE Challenge mótinu sem fer fram á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Mótið hefst fimmtudaginn 25. apríl og því lýkur sunnudaginn 28. apríl.

Mótið er hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu, Axel, Guðmundur og Haraldur kepptu allir í síðustu viku á sömu mótaröð í Abú Dabí en þar komust þeir ekki í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín hefur tekið þátt á fjórum mótum á tímabilinu en hans besti árangur á árinu er 13. sæti á móti sem fram fór í Suður-Afríku í febrúar.

Guðmundur Ágúst og Axel eru að leika á sínu öðru móti á tímabilinu á þessari mótaröð.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Alls eru 29 mót á Challenge Tour á þessu tímabili og er mótið í Sameinuð arabíska furstadæminu það áttunda á þessu tímabili.

Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sambandsríki sjö furstadæma á suðausturhorni Arabíuskagans. Furstadæmin eru Abú Dabí, Adsman, Dúbæ, Fúdsaíra, Ras al-Kaíma, Sjarja og Úmm al-Kúvaín. Þau eiga landamæri að Sádí-Arabíu og Óman og strönd að Persaflóa.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ