Miðvikudaginn 24. apríl hélt Golfsambandið áhugaverðan fund um upplýsingatæknimál golfhreyfingarinnar og bauð starfsfólki og stjórnum golfklúbba upp á tvo áhugaverða gestafyrirlesara.
Fyrsti fyrirlesarinn var Jacob Bucksted en hann er einn af stofnendum fyrirtækisins Players 1st sem er gagnagreiningartól sem golfsambönd og golfklúbbar út um allan heim eru að nota. Golfsamband Íslands hefur nú þegar innleitt Players 1st fyrir alla golfklúbba á landinu og fór Jacob yfir það helsta sem stjórnendur ættu að skoða í þeim gögnum sem koma frá meðlima- og rástímakerfinu. Stjórnendur fá með Players 1st verkfæri sem veitir þeim betri yfirsýn yfir meðlimi og rástímabókanir og auðvelda framsetningu gagna þegar taka þarf ákvarðanir sem byggðar eru á gögnum.
Í seinni fyrirlestrinum kynnti Andreas Norfelt framkvæmdastjóri GolfBox nýjan leiðarvísi fyrirtækisins fyrir árin 2024 og 2025. Þar kynnti hann að verið er að uppfæra útlit og virkni í bakenda kerfisins, nýr mótastjóri fyrir kylfinga er í smíðum og nýtt samskiptakerfi lítur fljótlega dagsins ljós svo eitthvað sé nefnt. Eins ræddi hann tækifæri og áskoranir sem golfklúbbar og golfsambönd um allan heim standa frammi fyrir í dag.
Hér má skoða glærur af fundinum.