/

Deildu:

Nesvöllur. Mynd/NK
Auglýsing

Vormót NK fer fram dagana 25.-26. maí. Mótið fer fram á Nesvellinum og verða leiknar 18 holur á laugardeginum 25. maí og 18 holur á sunnudeginum 26. maí.

Vormótin eru  ætluð kylfingum sem eru með forgjafarlágmörk inn á GSÍ-mótaröðina, 5.5 hjá körlum og 8.5 hjá konum.

Fyrsta mótið fór fram um liðna helgi hjá Golfklúbbi Suðurnesja þar sem að Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG stóðu uppi sem sigurvegarar.

Meira í þessari frétt hér:  

Vormótin eru haldin með nýju sniði og eru bestu kylfingar landsins markhópurinn. Mótin telja ekki á stigalista GSÍ mótaraðarinnar eða heimslista áhugakylfinga. Mótin bjóða því upp á meiri sveigjanleika hvað varðar fjölda keppnisdaga og útfærslu. 

Þeir kylfingar sem enda á meðal 25% efstu kylfinganna hljóta verðlaunafé. Mótsgjald er 15.000kr sem rennur óskipt í verðlaunafé. 

Nánari upplýsingar um mótin má finna í keppnisskilmálum í Golfbox við skráningu. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ