Undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024 fór fram á Hólmsvelli í Leiru í dag mánudaginn 15. júlí n.k.
Þar var keppt um tvö sæti í karlaflokki – og tvö sæti í kvennaflokki.
Kara Líf Antonsdóttir, GA og Erla Marý Sigurpálsdóttir, GM, komust áfram í kvennaflokki. Jóhannes Sturluson, GR og Kári Kristvinsson, GL, komust áfram í karlaflokki. Kári lék bráðbana gegn Mána Frey Vigfússyni, GK, en þeir voru jafnir á 72 höggum. Þeir léku 18. holuna tvívegis og fékk Kári fugl þegar þeir léku holuna í annað sinn en Máni Freyr fékk par.
Þetta er í annað sinn sem slík undankeppni fer fram – en gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2024.
Í undankeppninin var keppt í höggleik í flokki karla og kvenna án forgjafar, leiknar verða 18 holur.
Alls voru 35 keppendur sem tóku þátt í undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024.
Konurnar voru alls 8 og komast tvær efstu inn á keppendalistann á Íslandsmótinu í golfi sem hefst fimmtudaginn 18. júlí á Hólmsvelli í Leiru. Alls verða 57 konur á keppendalistanum.
Í karlaflokki voru alls 27 leikmenn sem kepptu um 2 laus sæti á keppendalistanum í karlaflokki. Og verða alls 96 keppendur í karlaflokki.
Samtals verða 153 keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2024, 96 karlar og 57 konur.
Þetta er í annað sinn sem slík undankeppni fer fram en alls voru 201 sem skráðu sig í Íslandsmótið. Þetta er annað árið í röð þar sem að skráningar í Íslandsmótið fara yfir 200.
Keppendur í kvennaflokki í undankeppninni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024:
Nafn | Klúbbur | Forgjöf |
Gabríella Neema Stefánsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 4.8 |
Íris Lorange Káradóttir | Golfklúbburinn Oddur | 5.1 |
Elva María Jónsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 5.5 |
Kara Líf Antonsdóttir | Golfklúbbur Akureyrar | 6.3 |
Hekla Ingunn Daðadóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 6.3 |
Tinna Alexía Harðardóttir | Golfklúbburinn Keilir | 7.2 |
Erla Marý Sigurpálsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 8.2 |
Erla Rún Kaaber | Golfklúbbur Selfoss | 8.5 |
Keppendur í karlaflokki í undankeppninni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024:
Nafn | Klúbbur | Forgjöf |
Máni Páll Eiríksson | Golfklúbbur Selfoss | 0.7 |
Hafsteinn Thor Guðmundsson | Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 1.1 |
Björn Breki Halldórsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1.1 |
Hjalti Jóhannsson | Golfklúbburinn Keilir | 1.1 |
Arnór Már Atlason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.2 |
Guðmundur Freyr Sigurðsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 1.6 |
Jóhannes Sturluson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.6 |
Halldór Viðar Gunnarsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.7 |
Kári Kristvinsson | Golfklúbburinn Leynir | 1.8 |
Þorsteinn Brimar Þorsteinsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.8 |
Jón Eysteinsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.9 |
Máni Freyr Vigfússon | Golfklúbburinn Keilir | 2.1 |
Kristján Karl Guðjónsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2.3 |
Haraldur Björnsson | Nesklúbburinn | 2.4 |
Óli Björn Bjarkason | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2.5 |
Eggert Kristján Kristmundsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2.5 |
Kristian Óskar Sveinbjörnsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 2.5 |
Halldór Ásgrímur Ingólfsson | Golfklúbburinn Keilir | 2.6 |
Halldór Jóhannsson | Golfklúbburinn Keilir | 2.6 |
Orri Snær Jónsson | Nesklúbburinn | 2.6 |
Guðlaugur Þór Þórðarson | Golfklúbburinn Leynir | 2.7 |
Víkingur Óli Eyjólfsson | Golfklúbburinn Keilir | 3 |
Albert Garðar Þráinsson | Golfklúbbur Borgarness | 3.3 |
Oddgeir Jóhannsson | Golfklúbburinn Keilir | 3.6 |
Nói Claxton | Golfklúbburinn Leynir | 4 |
Benjamín Snær Valgarðsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 4.2 |