Örn Ævar Hjartarson var kylfuberi í morgun þegar Karen Sævarsdóttir sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu 2024. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslandsmótið i golfi 2024 hófst í morgun kl. 7:30 en mótinu lýkur sunnudaginn 21. júlí.
Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, setti mótið með formlegum hætti.

Karen Sævarsdóttir, áttfaldur Íslandsmeistari, sló fyrsta högg mótsins í veðurblíðunni á Hólmsvelli í Leiru í morgun. Karen hóf ferilinn í Golfklúbbi Suðurnesja en hún sigraði á Íslandsmótinu í golfi átta ár í röð og er hún sigursælasti keppandi Íslandsmótsins frá upphafi.

Guðfinna Sigurþórsdóttir, móðir Karenar, var einnig viðstödd þegar mótið var sett í morgun. Guðfinna er fyrsta konan sem sigraði á Íslandsmótinu í golfi en það gerði hún árið 1967 þegar fyrst var keppt um titilinn í kvennaflokki. Guðfinna sigraði alls þrisvar á Íslandsmótinu og eiga mæðgurnar því ellefu titla saman.

Örn Ævar Hjartarson, Íslandsmeistari í golfi 2001, var kylfuberi Karenar í morgun – en hann var kylfuberi hjá Karenu í sex skipti af þeim átta sem hún sigraði.

Hér er myndasyrpa frá því í morgun þegar upphafshöggið var slegið og Íslandsmótið var sett.

Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir
Örn Ævar Hjartarson og Karen Sævarsdóttir Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson og Karen Sævarsdóttir Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson og Karen Sævarsdóttir Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson og Karen Sævarsdóttir Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson og Karen Sævarsdóttir Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson valdi réttu kylfuna en hann var sex sinnum kylfuberi þegar Karen Sævarsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitli Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson valdi réttu kylfuna en hann var sex sinnum kylfuberi þegar Karen Sævarsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitli Myndsethgolfis
Karen slær upphafshöggið Guðfinna og Örn Ævar fylgjast spennt með Myndsethgolfis
Karen slær upphafshöggið Guðfinna og Örn Ævar fylgjast spennt með Myndsethgolfis
Karen horfir hér á eftir upphafshögginu Guðfinna og Örn Ævar fylgjast spennt með Myndsethgolfis
Örn Ævar Hjartarson Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ og Karen Sævarsdóttir Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ