Aron Snær Júlíusson, GKG, Íslandsmeistari í golfi 2024. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Aron Snær Júlíusson, GKG, setti nýtt mótsmet í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2024. Hann lék Hólmsvöll í Leiru á 14 höggum undir pari vallar. Aron Snær lék hringina fjóra á 270 höggum (65-68-68-69). Hann fékk fékk 15 fugla (-1), einn örn (-2) og aðeins þrjá skolla (+1) á 72 holum. Aðrar holur lék hann á pari.

Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á 12 höggum undir pari vallar, en það er þriðja besta skor frá upphafi á Íslandsmótinu í golfi.

Skorið hjá Aroni Snæ á Íslandsmótinu í golfi 2024

Aron Snær er fæddur árið 1997. Hann tók fyrst þátt á Íslandsmótinu þegar hann var 16 ára gamall árið 2013. Hann varð í fjórða sæti árið 2014 á heimavelli sínum í Leirdalnum árið 2014, 17 ára. Árið 2020 varð hann annar og árið eftir fagnaði hann sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Jaðarsvelli á Akureyri. Í fyrra varð Aron Snær í fjórða sæti og í ár fagnaði hann sigri á nýju mótsmeti.

Árangur Arons Snæs á Íslandsmótinu í golfi:

2024 – 1. sæti.
Hólmsvöllur í Leiru: 270 högg (65-68-68-69)
2023 – 4. sæti.
Urriðavöllur: 280 högg (69-70-71-70)
2022 – 19. sæti.
Vestmannaeyjavöllur: 213 högg(68-72-73)
2021 – 1. sæti.
Jaðarsvöllur: 278 högg (767-69-72)
2020 – 2. sæti.
Hlíðavöllur: 283 högg (69-73-67-74)
2019 – 5. sæti.
Grafarholtsvöllur: 281 högg (74-68-71-68).
2018 – 28. sæti.
Vestmannaeyjavöllur: 28. sæti: 288 högg (74-68-73-73)
2017 – 8. sæti.
Hvaleyrarvöllur: 285 högg (71-67-72-75)
2016 – 6. sæti.
Jaðarsvöllur: 279 högg (67-73-67-72)
2015 – 11. sæti.
Garðavöllur: 11. sæti: 293 högg: (74-69-75-75)
2014 – 4. sæti.
Leirdalur: 284 högg (72ö72-69-71)
2013 – 25. sæti.
Korpúlfsstaðir: 299 högg (78-69-74-78)

Mælaborð KPMG varpar fram áhugaverðri tölfræði frá Íslandsmótinu í golfi

Bjarki Pétursson, GKG, átti mótsmetið í karlaflokki en hann lék á 13 höggum undir pari samtals á Hlíðavelli í Mosfellsbæ árið 2020. Hann lék hringina þrjá á 275 höggum (72-66-69-68) og sigraði með átta högga mun.

Þórður Rafn Gissurarson lék á 12 höggum undir pari vallar á Garðavelli árið 2015 (67-73-66-70).

Árið 1964 setti Magnús Guðmundsson, GA, ný viðmið í íslensku keppnisgolfi þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallar á Vestmannaeyjavelli á Íslandsmótinu 1964. Hann var sá fyrsti sem lék fjóra keppnishringi á undir pari samtals á Íslandsmótinu í golfi. Hann sigraði með 25 högga mun á því móti. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jafnaði þetta met 39 árum síðar á Íslandsmótinu á Leirdalsvelli hjá GKG árið 2014. Þar landaði Birgir Leifur sínum sjötta Íslandsmeistaratitli á 10 höggum undir pari samtals.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á mótsmetið í kvennaflokki. Hún lék á 11 höggum undir pari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 2016 og sigraði með einu höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék á -10 á því móti, sem er næst besta skor frá upphafi í kvennaflokki.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á -3 samtals árið 2019. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék á -1 á þremur keppnisdögum í Vestmannaeyjum árið 2022. Það eru þrjú bestu heildarskor Íslandsmeistara í kvennaflokki frá upphafi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ