Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna 2024 fór fram á Selsvelli á Flúðum 24.-26. júlí.
Alls tóku sjö klúbbar þátt og efsta liðið fór upp í 1. deild.
Golfklúbbur Akureyrar og Nesklúbburinn léku til úrslita um sigurinn, þar sem að GA hafði betur 2,5-0,5. GA vann alla fjórar viðureignir sínar nokkuð örugglega.
Smelltu hér fyrir úrslit í 2. deild kvenna:
Lokastaðan:
1. Golfklúbbur Akureyrar, GA
2. Nesklúbburinn, NK
3. Golfklúbburinn Setberg, GSE
4. Golfklúbburinn Leynir, GL
5. Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB
6. Golfklúbbur Grindavíkur, GG
7. Golfklúbburinn Esja, GE
A-riðill:
Nesklúbburinn
Golfklúbburinn Leynir
Golfklúbbur Grindavíkur
B-riðill
Golfklúbbur Akureyrar
Golfklúbbur Fjallabyggðar
Golfklúbburinn Esja
Golfklúbburinn Setberg