Andrea, Hulda Clara og Perla Sól.
Auglýsing

Andra Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir eru á meðal keppenda á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Finnlandi dagana 24.-27. júlí 2024.

Alls eru 144 keppendur sem taka þátt og er keppendahópurinn skipaður bestu leikmönnum Evrópu í flokki áhugamanna.

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur og verða leiknar 72 holur, 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag þar sem að 96 efstu komast áfram og eftir þriðja keppnisdaginn komast 60 efstu keppendurnir áfram á lokahringinn.

Mótið fer fram á Messilä vellinum í Finnlandi sem er rétt fyrir utan borgina Lahti.

Það er að miklu að keppa þar sem að sigurvegarinn, Evrópumeistari áhugakylfinga í kvennaflokki, fær boð um að taka þátt á AIG Womens Open mótinu sem fram fer á St. Andrews í ágúst, en mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs á atvinnumótaröðum í kvennaflokki.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Hulda Clara fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi 2024 s.l. sunnudag á Hólmsvelli í Leiru og var þetta annar Íslandsmeistaratitill hennar.

Andrea Bergsdóttir hefur leikið fyrir stúlkna – og kvennalandslið Íslands á undanförnum árum. Hún hefur búið í Svíþjóð frá barnsaldri og er í Hills golfklúbbnum, og GKG á Íslandi. Hún varð þriðja á Íslandsmótinu í golfi 2024.

Perla Sól varð Evrópumeistari unglinga 16 ára og yngri árið 2002. Hún varð Íslandsmeistari í golfi það sama ár og Íslandsmeistari í holukeppni 2023.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ