GSÍ fjölskyldan
Frá vinstri: Pamela Ósk, Gunnar Þór, Arnar Daði og Eva Fanney.
Auglýsing

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á European Young Masters sem fram fer á Penati golfsvæðinu í Slóvakíu. Mótið er fyrir kylfinga sem eru 16 ára og yngri og sigraði Perla Sól Sigurbrandsdóttir á þessu móti fyrir tveimur árum

Keppendur Íslands eru Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, Gunnar Þór Heimisson, GKG, Arnar Daði Svavarsson, GKG, og Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG.

Keppt er í einstaklings – og liðakeppni. Leiknir eru þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum í þar sem að keppt er í höggleik. Í liðakeppninni telja þrjú bestu skorin hjá hverju liði á hverjum hring.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá mótinu í Slóvakíu.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing