Unglingamót Keilis fer fram dagana 30.-31. júlí en mótið er hluti af Unglingamótaröð GSÍ.
Keppnisfyrirkomulag mótsins er höggleikur án forgjafar, 54 holur. Leiknir eru 2 hringir á þriðjudegi og einn á miðvikudegi.
Smelltu hér til fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Alls eru 79 keppendur, 29 í stúlknaflokki og 48 í piltaflokki. Keppendur koma frá 13 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GKG eða 20 alls, GM er með 13 og GK 12.
Klúbbur | Stúlkur | Piltar | Samtals | |
1 | GKG – Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar | 8 | 12 | 20 |
2 | GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 8 | 5 | 13 |
3 | GK – Golfklúbburinn Keilir Hafnarfjörður | 2 | 11 | 13 |
4 | GA – Golfklúbbur Akureyrar | 3 | 6 | 9 |
5 | GR – Golfklúbbur Reykjavíkur | 4 | 3 | 7 |
6 | GOS – Golfklúbbur Selfoss | 1 | 1 | 2 |
7 | NK – Nesklúbburinn | 0 | 3 | 3 |
8 | GS – Golfklúbbur Suðurnesja | 1 | 1 | 2 |
9 | GL – Golfklúbburinn Leynir Akranes | 0 | 2 | 2 |
10 | GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 0 | 1 |
11 | GSE – Golfklúbburinn Setberg | 1 | 0 | 1 |
12 | GV – Golfklúbbur Vestmannaeyja | 0 | 1 | 1 |
13 | GHD – Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 0 | 1 | 1 |
Mótið er hluti af Unglingastigamótaröð GSÍ. Leikið er samkvæmt reglugerð GSÍ um stigamót unglinga, almennum keppnisskilmálum GSÍ og almennum staðarreglum GSÍ, auk þessara viðbóta við keppnisskilmála og viðbóta við staðarreglur.
Flokkar – Keppt er í flokki stúlkna 15-18 ára og í flokki pilta 15-18 ára.
Verðlaun – Veitt verða verðlaun (gjafakort) fyrir 1. – 3. sæti í flokki stúlkna 15-18 ára og í flokki pilta 15-18 ára. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta árangur í flokki stúlkna 15-16 ára, stúlkna 17-18 ára, pilta 15-16 ára og pilta 17-18 ára.
Lægsta heildarskor í stúlkna og piltaflokki fær boð á Hvaleyrarbikarinn sem fer fram dagana 9-11 ágúst n.k á Hvaleyrarvelli