Nick Carlson í viðtali hjá DP World Tour.
Auglýsing

Nick Carlson, atvinnukylfingur úr GM komst áfram í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki – en mótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu. 

Að loknum fjórða keppnisdegi komust 65 efstu áfram á síðustu tvo keppnisdagana. Nick hefur nú þegar tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á DP World mótaröðinni og fullan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour. Einn hringur er eftir, en 20 efstu kylfingarnir fá fullan keppnisrétt á DP World mótaröðinni. 

Nick er í 42. sæti á samtals 10 höggum undir pari (70, 68, 72, 68, 69).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk leik á samtals 10 höggum yfir pari í 154. sæti (75, 75, 71, 75) . Guðmundur er með takmarkaðan þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári.

Alls eru leiknir sex keppnishringir á sex keppnisdögum. Á lokaúrtökumótinu keppa 156 kylfingar og fá 20 efstu kylfingarnir fullan keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili.

Keppnisvellirnir, Hills og Lakes, eru á Infinitum golfsvæðinu á Spáni rétt hjá Tarragona borginni.

Smelltu hér fyrir stöðuna á lokaúrtökumótinu á DP World Tour. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ