/

Deildu:

Auglýsing

Rekstur LEK gekk vel á árinu en samtökin veltu rúmlega 8 milljónum og var hagnaður um 4 milljónir. Áhugavert er að sjá að tekjur tvöfölduðust á milli ára en samtökin héldu meðal annars stórt alþjóðlegt mót árinu sem heppnaðist vel. Sjá hér ársreikning fyrir árin 2023-2024.

Á aðalfundi LEK núna í vikunni var Eggert Eggertsson NK kosinn nýr formaður en með honum í stjórn eru Sigurjón Árni Ólafsson GR, Björg Þórarinsdóttir GO, Þyrí Valdimarsdóttir NK og Gunnar Árnason GKG. Varamenn eru Linda Björk Bergsveinsdóttir GR og Ingibjörg Helgadóttir GO.

Gauti Grétarsson fráfarandi formaður færði Baldri Gíslasyni þakkir fyrir ómælda vinnu og stjórnun á evrópumóti ESGA sem haldið var í sumar í Mosfellsbæ og Korpu. Veltan á mótinu var rúmlega 20 milljónir og skilaði LEK um 800.000 krónur í hagnað.

Ný stjórn LEK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ