/

Deildu:

Gunnlaugur Árni Sveinsson. Mynd: EGA
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, hóf leik 8. janúar á Bonnallack Trophy fyrir hönd Evrópu. 12 bestu áhugakylfingar Evrópu mæta 12 bestu áhugakylfingum Asíu/Eyjaálfu en mótið fer fram á Al Hamra vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8.-10. janúar.

Leikfyrirkomulag mótsins er byggt á Ryder Cup en alls verða 32 leikir á þremur keppnisdögum. Fyrstu tvo keppnisdagana verða fimm fjórmenningsleikir og fimm fjórleikir. Á lokadeginum munu allir 12 kylfingarnir leika tvímenning.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Fréttin verður uppfærð á meðan mótinu stendur.

Annar keppnisdagur

Gunnlaugur og Kleen léku aftur saman í fjórmenning á öðrum keppnisdegi. Lið Asíu/Eyjaálfu hafði þar betur, 4/2. Þeir munu leika saman í fjórleik í seinni leik dagsins sem hefst kl. 8:18 að íslenskum tíma.

Fyrsti keppnisdagur

Gunnlaugur Árni lék í fjórmenningi með Svíanum Algot Kleen. Kleen er einnig liðsfélagi Gunnlaugs í LSU háskólanum. Leikurinn fór 2/1 Asíu/Eyjaálfu í vil en Gunnlaugur og Kleen léku einnig saman í fjórleik eftir hádegi.

Liðsfélagarnir unnu fjórleikinn 1/0 og náðu þar með í stig fyrir Evrópu, en annar þeirra sem þeir léku á móti, Pichaksin Maichon, er sterkasti leikmaður Asíu/Eyjaálfu liðsins.

Eft­ir fyrsta keppn­is­dag er staðan hjá úr­valsliðunum tveim­ur jöfn, 5:5.

Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.

Gunnlaugur Árni er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær boð í Bonallack Trophy. Hann leikur fyrir LSU háskólann í Bandaríkjunum og átti árangur hans í háskólagolfinu í haust stóran þátt í að vera valinn í liðið þar sem hann hefur náð besta árangri allra nýliða í NCAA deildinni. Gunnlaugur Árni sigraði á sterku háskólamóti og lenti í öðru sæti í öðru móti. Hann hefur að undanförnu rokið upp heimslista áhugakylfinga.

Fyrirliði evrópska liðsins er Frakkinn Joachim Fourquet. Hér má sjá evrópska liðið:

  • Jose Luis Ballester (Spánn)
  • Dominic Clemons (England)
  • Charlie Forster (England)
  • Lev Grinberg (Úkraína)
  • Filip Jacubčík (Tékkland)
  • Algot Kleen (Svíþjóð)
  • Pablo Ereño Perez (Spánn)
  • B. Reuter (Holland)
  • Gunnlaugur Árni Sveinsson (Ísland)
  • R. Teder (Eistland)
  • P. Wernicke (Þýskaland)
  • Tim Wiedemeyer (Þýskaland)

Meðal kylfinga sem hafa tekið þátt eru Justin Rose, Francesco Molinari, Rory McIlroy, Jon Rahm og Shane Lowry fyrir Evrópu og Hideki Matsuyama og Cameron Smith fyrir Asíu/Eyjaálfu. 

Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ