Haukur Örn - The Open
Auglýsing

Hauk­ur Örn Birg­is­son fyrrverandi forseti GSÍ og Evrópska golfsambandsins hefur tekið sæti í sex manna fram­kvæmda­stjórn opna breska meist­ara­mót­sins í golfi, The Open og The Women’s Open. Hann mun hafa aðkomu að opnu bresku meist­ara­mót­un­um á ár­un­um 2025 til 2028. Hjá körl­un­um fer mótið fram í júlí en hjá kon­un­um í ág­úst. The Open er eitt elsta íþrótta­mót heims­ins sem enn er haldið og fór fyrst fram árið 1860. The Women’s Open fór fram í fyrsta skipti 1976 og því stutt í hálfr­ar ald­ar af­mæli.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ