Hópurinn á La Finca Golf.
Auglýsing

Landsliðshópur Íslands í golfi var við æfingar á Spáni 10.-17. janúar. Hópurinn dvaldi á La Finca svæðinu en kylfingarnir léku einnig Lo Romero golfvöllinn. Hópurinn samanstóð af afrekskylfingum sem koma úr átta golfklúbbum, en einnig voru margir atvinnukylfingar og þjálfarar með í ferðinni.

„Ég er mjög ánægður með þessa vel heppnuðu æfingaferð. Uppleggið í ferðinni var að æfa og spila meira en í æfingaferðunum undanfarin ár, leggja meiri áherslu á mikilvæg grunngildi landsliðsins og stuðla að sterkari tengslum milli ungu efnilegu kylfinganna og reynslumiklu atvinnukylfingnna. Við náðum svo sannarlega þessum markmiðum og ég fann fyrir mikilli ánægju meðal kylfinga og þjálfara. Þessi vika er afar mikilvæg fyrir okkar afrekskylfinga og að sama skapi mikilvæg fyrir þjálfaranna að kynnast kylfingunum betur og fá betri yfirsýn yfir þeirra leik. Álagið í ferðinni var mikið og vil ég hrósa kylfingunum og þjálfurunum fyrir mikinn kraft og mikla vinnu“

„La Finca svæðið kom mér skemmtilega á óvart. Við erum mjög þakklát að fá tækifæri að spila og æfa við þessar glæsilegu aðstæður. Golfvöllurinn, æfingasvæðið og hótelið var til fyrirmyndar og við fengum frábærar móttökur. Við erum klárlega spennt fyrir því að fara þangað aftur“ sagði Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ.

Ferðin heppnaðist afar vel þar sem kylfingarnir léku golf og æfðu í bland. Aðstæður á La Finca voru til fyrirmyndar.

Hér má sjá myndir frá ferðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ