Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í 3. sæti á Puerto Rico Classic – en mótið er hluti af keppni í efstu deild NCAA háskólagolfsins í Bandaríkjunum.

Gunnlaugur Árni hóf nám síðasta haust í LSU háskólanum. Hann hefur náð frábærum árangri á tímabilinu og var fyrir vikuna í 13. sæti á meðal bestu kylfinga í efstu deild NCAA. 

Íslenski landsliðskylfingurinn úr GKG lék frábært golf en hann lék hringina þrjá á 70-66-67 eða 13 höggum undir pari vallar. Gunnlaugur Árni lék afar stöðugt golf en hann fékk einungis einn skolla síðustu 52 holurnar í mótinu. Hann tryggði sér svo 3. sætið með því að fá fugl á þrjár síðustu holur mótsins.  

Mótið fór fram á Grand Reserve golfvellinum í Puerto Rico og var mjög sterkt. Margir af bestu skólum Bandaríkjanna tóku þátt. Undanfarin ár hefur sigurvegari mótsins fengið boð á mót á PGA mótaröðinni sem er haldið í mars ár hvert á þessum sama velli.

LSU hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.

Smelltu hér fyrir lokastöðuna:

LSU háskólinn í Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum verið á meðal bestu háskólaliða í golfi. LSU er í 8. sæti á þessu tímabili yfir besta árangur skóla. Gunnlaugur Árni er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur með LSU háskólaliðinu í golfi en í haust mun Perla Sól Sigurbrandsdóttir hefja nám við sama skóla. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ