/

Deildu:

Auglýsing

Atvinnukylfingarnir Andrea Bergsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leika um þessar mundir á Sunshine mótaröðinni í Suður Afríku.

Mótaröðin er atvinnumannamótaröð sem er haldin í Suður Afríku í febrúar-apríl á hverju ári. Þetta er í 12. sinn sem mótaröðin er haldin.

Fyrsta mótið, Standard Bank Ladies Open, fer fram 20.-22. febrúar á Durbanville golfvellinum.

Andrea hefur leik kl. 5:09 að íslenskum tíma á fyrsta keppnisdegi og Guðrún Brá kl. 7:52.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Þær munu leika í fleiri mótum næstu vikur:

Jabra Ladies Classic hefst 26. febrúar.

SuperSport Ladies Challenge hefst 5. mars.

Platinum Ladies Open hefst 19. mars.

ABSA Ladies Invitational hefst 27. mars.

Að þeim mótum loknum verða tvö mót í Suður Afríku sem eru hluti af Sunshine mótaröðinni og LET mótaröðinni, en Guðrún Brá og Andrea geta unnið sér inn þátttökurétt í þeim mótum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ