/

Deildu:

Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga eftir glæsilegan árangur í fyrsta háskólamóti ársins í síðustu viku. 

Mótið var gífurlega sterkt og fékk Gunnlaugur 15,2 stig fyrir árangurinn í mótinu sem er hæsta stigasöfnun hans á ferlinum. Til samanburðar fékk hann 14,9 stig fyrir sinn fyrsta sigur í háskólagolfinu í október. 

Gunnlaugur Árni er nú í 59. sæti yfir bestu áhugakylfinga heims og er kominn í 11. sæti yfir bestu áhugakylfinga Evrópu. 

Hann er jafnframt í 8. sæti yfir bestu háskólakylfingana á þessu skólaári. 

Næsta mót hjá Gunnlaugi Árna hefst 10. mars í Louisiana. 

Besti árangur á heimslista áhugakylfinga kvenna

KylfingurBesta sætiGerðist atvinnukylfingur
Guðrún Brá Björgvinsdóttir99.Vika 21, 2018
Andrea Bergsdóttir170.Vika 33, 2024
Hulda Clara Gestsdóttir197.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir222.Vika 39, 2014
Perla Sól Sigurbrandsdóttir238.
Ragnhildur Kristinsdóttir299.Vika 29, 2024
Valdís Þóra Jónsdóttir310.Vika 49, 2013
Auður Bergrún Snorradóttir318
Tinna Jóhannsdóttir395.Vika 38, 2011

Besti árangur á heimslista áhugakylfinga karla

KylfingurBesta sætiGerðist atvinnukylfingur
Gunnlaugur Árni Sveinsson96.
Gísli Sveinbergsson99.
Aron Snær Júlíusson108.2021
Ólafur Björn Loftsson110.Vika 36, 2012
Haraldur Franklín Magnús136.Vika 9, 2017
Axel Bóasson136.Vika 21, 2016
Bjarki Pétursson156.Vika 6, 2020

Staða íslenskra karla á heimslista áhugakylfinga

Staða íslenskra kvenna á heimslista áhugakylfinga

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ