Landssamtök eldri kylfinga

LEK eru samtök kylfinga sem eru 50 ára og eldri. Tilgangur samtakanna er að efla samstarf og félagsskap eldri kylfinga, standa fyrir mótaröð eldri kylfinga og taka þátt í alþjóðastarfi kylfinga innan ESGA.
Spurt og svarað
Landssamtök eldri kylfinga LEK voru stofnuð 1985. Samtökin halda úti mótaröð, Öldungamótaröð, sem samanstendur af ýmsum keppnum og er að því leyti nokkuð óvenjulegt og flókið fyrirkomulag. Allir kylfingar sem hafa náð 50 ára aldri og eru í Íslenskum golfklúbbi geta tekið þátt.
Í sumar verða sjö mót á mótaröðinni. Hvert mót er sjálfstætt mót þar sem keppt er bæði í höggleik og í punktakeppni. Í höggleik er keppt í flokki kvenna og karla og eftir aldri. Aldurs flokkarnir eru 50 ára, 65 ára og 75 ára og eldri. Í punktakeppni er keppt í karla- og kvennaflokki óháð því á hvaða teigum menn keppa. Fimm efstu í hverjum flokki hljóta verðlaun í punktakeppninni.
Mótaröðin sjálf eru öll mót á sumrinu. Keppnirnar eru þrenns konar. Þar er keppt í til stigameistara í kvenna- og karlaflokki, keppni í stigum til að komast í landslið og keppni í liðum en þar er keppt með punktum.
Liðakeppnin fer þannig fram að í upphafi sumars, tilkynna menn lið með sex einstaklingum óháð kyni. Í hverju móti telja fjórir bestu í hverju liði. Það lið vinnur sem safnað hefur flestum punktum yfir sumarið.
LEK sendir út tvö landslið kvenna í flokkum 50+ og 65+ og fjögur landslið karla í flokkum 55+ með og án forgjafar og 65+ með og án forgjafar. Á dagskrá er að senda út landslið karla 75+ með þeirri kröfu að það keppi að jafnaði 12 karlar í þessum aldursflokki í hverju móti. Það er nýjung í ár að við munum útnefna punktameistar í karla- og kvennaflokki, þá sem safnað hafa flestum punktum yfir sumarið. Stigameistarar eru þeir sem hafa fengið flest stig á mótum sumarsins.
Ekki þarf að borga félagsgjald til að taka þátt í mótum hjá LEK. Mjög margir borga styrktargjald sem er fimm þúsund krónur á ári. Við gerum þá kröfu til þeirra sem eru að keppa til stiga, til landsliðs eða stigameistara, að þeir borgi styrktargjaldið.
LÖG LANDSSAMTAKA ELDRI KYLFINGA
I. Heiti, heimili og hlutverk
1. grein
Félagið heitir Landssamtök eldri kylfinga skammstafað LEK. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavik.
2. grein
Markmið LEK er að efla áhuga fólks á golfíþróttinni og að vinna að framgangi íþróttarinnar með
mótahaldi og samskiptum við samtök eldri kylfinga erlendis.
3. grein
Aðild að félaginu eiga allir kylfingar sem eru félagar í þeim golfklúbbum, er starfa innan vébanda
Golfsambands Íslands (GSÍ) og eru 50 ára og eldri.
4. grein
LEK er sérstök deild innan Golfsambands Íslands og Íþróttasambands Íslands og skal
hlíta lögum og reglum þeirra.
Í samskiptum við erlenda aðila kemur félagið fram sem sjálfstæður aðili í nafni íslenskra eldri kylfinga.
LEK er aðili að Evrópusambandi eldri kylfinga, og er heiti samtakanna á erlendum málum: Icelandic
Senior Golf Association eða L’Association Islandais des Seniors Golfeurs, en i styttingu og i merki
samtakanna: GOLF SENIOR ICELAND
II. Stjórn
5. grein
Kjörgengir til stjórnarstarfa eru þeir félagar i golfklúbbum sem náð hafa lögaldri eldri kylfinga.
6. grein
Stjórn LEK skal skipuð fimm mönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Tveir eru kosnir árlega til tveggja
ára i senn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn.
Á aðalfundi skal jafnframt kjósa tvo varamenn í stjórn til eins árs í senn. Í forföllum aðalmanna skulu
varamenn kallaðir til í þeirri röð sem voru tilnefndir við kjör eða kosnir. Varamenn skulu sitja alla
stjórnarfundi og taka fullan þátt í stjórnarstörfum í félaginu og hafa þar málsfrelsi og tillögurétt en
atkvæðisrétt hafa þeir aðeins í forföllum aðalmanns. Stjórnarmenn og varamenn má endurkjósa.
Tveimur vikum fyrir aðalfund skal stjórnin skipa þrjá félaga í uppstillingarnefnd til þess að gera tillögu
á aðalfundi um kosningu stjórnar og varamanna í stjórn, a.m.k. einn nefndarmanna skal hafa verið í
stjórn eða varastjórn.
7. grein
Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum þannig að einn skal vera
varaformaður og staðgengill formanns, einn ritari, einn gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Þá skipar
stjórnin í nefndir sem starfa á vegum félagsins og tilnefnir fulltrúa félagsins i nefndir og ráð sem það á
aðild að.
Ný lög LEK, samþ. 7.12.2014, breytt á aðalfundi 7.12.2015, breytt á aðalfundi 6.12.2018
8. grein
Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög
þessi setja og ber ábyrgð gerða sinna fyrir aðalfundi. Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og
kemur hann fram fyrir hönd félagsins og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stjórnar stjórnarfundum
og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.
9. grein
Heimilt er stjórninni að greiða mönnum fyrir starfa í þágu félagsins.
10. grein
Fráfarandi stjórn skal i lok starfsársins gera drög að fyrirhugaðri starfsemi félagsins á væntanlegu
starfsári ásamt drögum að fjárhagsáætlun og kynnir formaður hvorutveggja á aðalfundi.
11. grein
Fyrir einstök og verðskulduð störf í þágu félagsins getur stjórnin gert að tillögu sinni að aðalfundur
ákveði að tiltekinn félagsmaður, einn eða fleiri, verði gerður að heiðursfélaga.
III. Aðalfundur
12. grein
Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Aðalfund skal halda í Reykjavík fyrir 15. desember ár hvert
og skal til hans boðað með auglýsingu á miðlum félagsins með viku fyrirvara hið skemmsta. Dagskrár
skal getið í fundarboði.
13. grein
Aðalfundur er löglegur og ályktunarhæfur um málefni félagsins sé löglega til hans boðað. Afl atkvæða
ræður úrslitum mála á aðalfundi nema annað sé ákveðið í lögum þessum. Atkvæðisrétt hafa allir þeir
félagar í golfklúbbum, sem náð hafa lögaldri eldri kylfinga.
14. grein
Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
l. Skýrsla formanns.
2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna ef einhverjar eru.
5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
6. Formaður kynnir drög að fyrirhugaðri starfsemi næsta árs ásamt drögum að fjárhagsáætlun.
7. Ákveðin gjöld fyrir næsta starfsár, ef einhver eru.
8. Kosning stjórnar og varamanna i stjórn.
9. Kosning endurskoðanda og eins til vara.
10. Önnur málefni ef einhver eru.
Fundarstjóra og fundarriturum er skylt að ganga frá fundargerðum.
15. grein
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi þess og skal tillögum til lagabreytinga skilað til
stjórnar eigi síðar en l. október. Nái tillaga til lagabreytingar samþykki 2/3 (tveggja þriðju hluta) greiddra
atkvæða fær hún gildi.
Ný lög LEK, samþ. 7.12.2014, breytt á aðalfundi 7.12.2015, breytt á aðalfundi 6.12.2018
16. grein
Stjórnin getur boðað til félagsfundar ef henni þykir henta. Stjórninni er skylt að halda félagsfund ef 1/10
félagsmanna óskar þess. Slíkan fund skal halda innan þriggja vikna frá því að skrifleg beiðni og
rökstuðningur hefur borist stjórninni. Fundinn skal boða með sama hætti og reglulegan aðalfund.
IV. Ýmis ákveði
17. grein
Komi fram tillaga um að félaginu skuli slitið skal hún tekin fyrir á sérstökum fundi sem stjórnin boðar
til með sama hætti og aðalfund. Fundurinn er ályktunarhæfur ef minnst helmingur félagsmanna sækir
fundinn og tillagan fær gildi ef 2/3 fundarmanna samþykkja hana. Mæti ekki nægilega margir skal boða
til fundar á ný og halda hann innan þriggja vikna. Sá fundur er ályktunarhæfur án tillits til fundarsóknar
og fær tillagan gildi ef 2/3 fundarmanna samþykkja hana.
18. grein
Reikningsár félagsins er frá 1. nóvember til 31. október.
19. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Þannig samþykkt á aðalfundi í nóvember 2003 með breytingu 7.12.2014 og 6. 12. 2018.
ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN
Dags. | Mán. | Mótaskrá 2025 | Upplýsingar | Klúbbur |
---|---|---|---|---|
25 | Maí | OPNA PING mótið | Skráning | GR – Korpan |
1 | Júní | ICEWEAR mótið | GÞ | |
8 | Júní | BLÁA LÓNS mótið | GG | |
9 | Júní | KAFFI TÁRS mótið | GSG | |
12-14 | Júní | Senior Men’s team championship | Tyrkland | |
12-14 | Júní | Senior Ladies’ team championship | Tyrkland | |
24-27 | Júní | ESGA Team Seniors (55+) | Spánn | |
1-4 | Júlí | MARISA SGARAVATTI 50+ & 65+ konur | Portúgal | |
14-17 | Júlí | ESGA Team Seniors (65+) | Danmörk | |
17-19 | Júlí | Íslandsmót 50 ára og eldri | GHR | |
10 | Ágúst | ICEWEAR mótið | GKG | |
12-13 | Ágúst | LEK mót golfklúbba. Karlar 65+ 1. deild GÖ, 2. deild | GHG | |
12-13 | Ágúst | LEK mót golfklúbba. Konur 65+ | GG | |
12-13 | Ágúst | LEK mót golfklúbba. Karlar 75+ | Ekki staðfest | |
29 | Ágúst | ÖRNINN GOLF mótið | GR-Grafarholt | |
31 | Ágúst | DOMINOS mótið | GL | |
Hafðu samband
- 696 3309
- Eggert Eggertsson
- lek@golf.is
- LEK á Facebook