Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í þriðja sæti á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu í bandaríska háskólagolfinu. Hann lék hringina þrjá á 69-70-67 eða 7 höggum undir pari vallar og var eini kylfingurinn til að leika lokahringinn án þess að fá skolla eða skramba.
Skólinn hans Gunnlaugs Árna, LSU, gerði sér lítið fyrir og sigraði með 10 högga mun en í mótinu voru sex af sjö bestu skólunum í efstu deild NCAA.
Smelltu hér fyrir stöðuna í liðakeppninni:
Mótið var eitt allra sterkasta háskólamót á þessu skólaári en af 20 efstu kylfingum á heimslista áhugakylfinga voru 8 á meðal þátttakenda í mótinu.
Gunnlaugur Árni hefur náð mögnuðum árangri á þessu skólaári. Hann hefur náð besta árangri allra nýliða í háskólagolfinu og þegar heimslisti áhugakylfinga verður uppfærður næsta miðvikudag mun hann í fyrsta skipti vera á meðal 50 bestu áhugakylfinga heims.
Mót | Sæti | Styrkleiki móts* |
Visit Knoxville Collegiate | 25. sæti | 668 |
Valero Texas Collegiate | 19. sæti | 889 |
The Blessings Collegiate Invitational | 1. sæti | 422 |
Fallen Oak Collegiate Invitational | 2. sæti | 657 |
Ka’anapali Classic Collegiate Invitational | 24. sæti | 562 |
Puerto Rico Classic | 3. sæti | 827 |
40th Louisiana Classics | 6. sæti | 414 |
Pauma Valley Invitational | 3. sæti | 900+ |
*Styrkleiki móts skv. heimslista áhugakylfinga. Áhugamannamót hafa styrkleika á bilinu 10 til 1000. Íslandsmótið í höggleik 2024 var með 111 í styrkleika í karlaflokki.
Mót | Sæti | Styrkleiki móts* |
Visit Knoxville Collegiate | 1. sæti | 668 |
Valero Texas Collegiate | 11. sæti | 889 |
The Blessings Collegiate Invitational | 1. sæti | 422 |
Fallen Oak Collegiate Invitational | 2. sæti | 657 |
Ka’anapali Classic Collegiate Invitational | 5. sæti | 562 |
Puerto Rico Classic | 4. sæti | 827 |
40th Louisiana Classics | 1. sæti | 414 |
Pauma Valley Invitational | 1. sæti | 900+ |