Gunnlaugur Árni Sveinsson hækkar um 20 sæta milli vikna á heimslista áhugakylfinga eftir frábæran árangur á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann hafnaði í 3. sæti. Mótið er það sterkasta sem Gunnlaugur Árni hefur tekið þátt í á sínum ferli. Styrkleiki mótsins var 951 þar sem 1000 er hæsta mögulega gildi í áhugamannamótum.
Smelltu hér fyrir stöðuna á heimslisti áhugakylfinga
Gunnlaugur Árni hefur náð mögnuðum árangri á þessu skólaári. Hann hefur náð besta árangri allra nýliða í háskólagolfinu og er í 11. sæti yfir bestu háskólakylfingana. Hann hefur nú hækkað upp um 1058 sæti á heimslistanum á einu ári og er í dag í 7. sæti á meðal bestu kylfinga Evrópu.
Næsta mót Gunnlaugs Árna hefst 6. apríl Flórída.
Mót | Sæti | Styrkleiki móts* |
Visit Knoxville Collegiate | 25. sæti | 668 |
Valero Texas Collegiate | 19. sæti | 889 |
The Blessings Collegiate Invitational | 1. sæti | 422 |
Fallen Oak Collegiate Invitational | 2. sæti | 657 |
Ka’anapali Classic Collegiate Invitational | 24. sæti | 562 |
Puerto Rico Classic | 3. sæti | 827 |
40th Louisiana Classics | 6. sæti | 414 |
Pauma Valley Invitational | 3. sæti | 900+ |
*Styrkleiki móts skv. heimslista áhugakylfinga. Áhugamannamót hafa styrkleika á bilinu 10 til 1000. Íslandsmótið í höggleik 2024 var með 111 í styrkleika í karlaflokki.
Mót | Sæti | Styrkleiki móts* |
Visit Knoxville Collegiate | 1. sæti | 668 |
Valero Texas Collegiate | 11. sæti | 889 |
The Blessings Collegiate Invitational | 1. sæti | 422 |
Fallen Oak Collegiate Invitational | 2. sæti | 657 |
Ka’anapali Classic Collegiate Invitational | 5. sæti | 562 |
Puerto Rico Classic | 4. sæti | 827 |
40th Louisiana Classics | 1. sæti | 414 |
Pauma Valley Invitational | 1. sæti | 900+ |
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga karla
Kylfingur | Besta sæti | Gerðist atvinnukylfingur |
Gunnlaugur Árni Sveinsson | 38. | |
Gísli Sveinbergsson | 99. | |
Aron Snær Júlíusson | 108. | 2021 |
Ólafur Björn Loftsson | 110. | Vika 36, 2012 |
Haraldur Franklín Magnús | 136. | Vika 9, 2017 |
Axel Bóasson | 136. | Vika 21, 2016 |
Bjarki Pétursson | 156. | Vika 6, 2020 |
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga kvenna
Kylfingur | Besta sæti | Gerðist atvinnukylfingur |
Guðrún Brá Björgvinsdóttir | 99. | Vika 21, 2018 |
Andrea Bergsdóttir | 170. | Vika 33, 2024 |
Hulda Clara Gestsdóttir | 197. | |
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | 222. | Vika 39, 2014 |
Perla Sól Sigurbrandsdóttir | 238. | |
Ragnhildur Kristinsdóttir | 299. | Vika 29, 2024 |
Valdís Þóra Jónsdóttir | 310. | Vika 49, 2013 |
Auður Bergrún Snorradóttir | 318 | |
Tinna Jóhannsdóttir | 395. | Vika 38, 2011 |