GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Hulda Clara Gestsdóttir í Íslandsmótinu í golfi 2024.
Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir, úr GKG, sigraði í kvöld á Summit League Championship í Arizona fylki. Íslandsmeistarinn var eini kylfingurinn í mótinu sem endaði undir pari vallar en hún lék hringina þrjá á 70-72-67 eða 4 höggum undir pari og sigraði sannfærandi með fimm högga mun. Hulda vann sinn fyrsta sigur í háskólaferlinum á þessu sama móti fyrir ári síðan og náði hún því að verja titilinn í ár. 

Smelltu hér fyrir stöðuna:

Mótið var úrslitamót allra skóla í Summit League deildinni þar sem sigurliðið tryggir sig áfram í svæðiskeppnina sem fer fram á sex stöðum í Bandaríkjunum í næsta mánuði. 

Skólinn hennar Huldu, Denver University, sigraði með 19 högga mun í mótinu og var þetta sjötta árið í röð sem skólinn sigrar deildarkeppnina. Það kemur svo í ljós eftir nokkra daga hvar Hulda keppir í svæðiskeppninni. 

Smelltu hér fyrir stöðuna í liðakeppninni:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ