/

Deildu:

Gísli Sveinbergsson.
Auglýsing

Gísli Sveinbergsson heldur áfram að stökkva upp heimslistann hjá áhugakylfingum. Keilismaðurinn er nú í 107. sæti og bætti þar með „Íslandsmet“ sem Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum setti árið 2011 þegar hann fór upp í 110. sæti heimslista áhugakylfinga.

Gísli, sem er aðeins 17 ára gamall og A-landsliðsmaður, getur bætt stöðu sína enn frekar á næstunni. Hann keppir á tveimur sterkum áhugamannamótum í desember en þau fara fram í Miami í Bandaríkjunum. Mótin sem um ræðir eru Junior Orange Bowl og South Beach Invitational Amateur. Ef vel tekst til mun Gísli komast í hóp 100 efstu á heimslista áhugakylfinga en hann hefur farið upp um 2400 sæti á heimslista áhugakylfinga á þessu ári.

Alls eru 29 íslenskir karl kylfingar á heimslistanum en bæði Íslandsbankamótaröð unglinga og Eimskipsmótaröðin hafa fengið aukið vægi á heimslistanum eftir að mótin urðu 54 holu mót. Í kvennaflokki er Guðrún Brá Björgvinsdóttir efst af Íslendingunum en hún hefur farið upp um tæplega 700 sæti á einu ári. Guðrún Brá er í sæti nr. 331 á heimslistanum en var í sæti nr. 995.

Efstu íslensku kylfingarnir í karlaflokki á heimslistanum:

107. Gísli Sveinbergsson, GK
233. Haraldur Franklín Magnús, GR
262. Bjarki Pétursson, GB
583. Kristján Einarsson, GKj.
1160. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR
1198. Aron Júíusson, GKG
1295. Ragnar Már Garðarsson, GKG
1388. Andri Þór Björnsson, GR
1417. Axel Bóasson, GK
1537. Rúnar Arnórsson, GK
2009. Stefán Þór Bogason, GR
2109. Fannar Steingrímsson, GHG
2475. Hrafn Guðlaugsson, GSE

Efstu íslensku kylfingarnir í kvennaflokki á heimslistanum eru:

331. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
510. Sunna Víðisdóttir, GR
1104. Berglind Björnsdóttir, GR
1282. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
1300. Signý Arnórsdóttir, GK
1721. Anna Sólveig Snorradóttir, GK
1908. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK
1964. Ólöf María Einarsdóttir, GHD
2317. Tinna Jóhannsdóttir, GK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ