/

Deildu:

Auglýsing
Sveitarfélagið Árborg skrifaði í dag undir kaupsamning að tæplega 200 hektara landi úr Laugardælum í Flóahreppi, austan við Selfoss.

Með kaupunum er Golfklúbbur Selfoss kominn með framtíðarsvæði til uppbyggingar en klúbburinn er í dag á um 10% hluta þess lands sem sveitarfélagið er að kaupa. Svarfhólsvöllur er í dag 9 holu völlur en til stendur að stækka hann með tíð og tíma í 18 holur en nýr Suðurlandsvegur mun væntanlega fara yfir vestasta hluta núverandi vallarsvæðis og því verður uppbygging vallarins upp með Ölfusá.

Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS, sagði í samtali við sunnlenska.is að þetta væri stærsti dagurinn í sögu Golfklúbbs Selfoss. „Saga GOS á heima í einhverri mjög skrítinni bók, klúbburinn er búinn að vera á hrakhólum nánast frá upphafi og mig langar til að þakka bæjarstjórninni til þess að hafa kjark til þess að klára þetta mál. Við bindum vonir við að byggja hérna upp framtíðarsvæði sem verður ekki bara golfvöllur heldur einnig líflegt útivistarsvæði fyrir bæjarbúa.“

þetta kemur fram í frétta á vefnum www.sunnlenska.is, þar er hægt að lesa fréttina i heild sinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ