GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Rory McIlroy prýðir umslag nýjasta leik EA Sports.
Auglýsing

Norður-Írinn Rory McIlroy hefur tekið við af Tiger Woods sem andlit PGA Tour tölvuleiksins sem EA Sports gefur út árlega. Woods hefur prýtt umslag leiksins undanfarin 15 ár.

McIlroy er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið þrjú risamót, þar af tvö á síðasta ári. Woods hefur aftur á móti glímt við töluverð meiðsli síðustu mánuði og stendur nú í 87. sæti heimslistans.

Samstarf EA Sports og Woods lauk árið 2013 og sama ár kom leikurinn út síðast. Leikurinn verður nú gefinn út með nafni Rory McIlroy og kemur út í júní í sumar.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing