/

Deildu:

Gísli Sveinbergsson.
Auglýsing

Gísli Sveinbergsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, endaði í 22. sæti á gríðarlega sterku áhugamannamóti sem fram fór í Bandaríkjunum. Gísli lék hringina þrjá á +9 samtals (77-73-75) og var á 225 höggum samtals. Sigurvegarinn, Marcus Kinhult, frá Svíþjóð lék á -7 samtals eða 209 höggum (69-71-69).

Kinhult er í sjötta sæti heimslista áhugamanna en Gísli er í 139. sæti heimslista áhugamanna. Hann hefur náð hæst í sæti nr. 99 sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi frá því að listinn var settur á laggirnar.

Aðeins 54 kylfingar fengu keppnisrétt á The Junior Invitational sem leikið var á Sage Valley golfvellinum í Flórída. Gísli fékk keppnisrétt á þessu móti með því að sigra á Duke of York áhugamannamótinu í fyrrasumar.
Á meðal þeirra sem voru að keppa á þessu móti eru sigurvegarar á Opna bandaríska unglingameistaramótinu, keppendur úr Walker bikarliðum frá Bandaríkjunum og Evrópu, keppendur úr Ryderliðum unglinga frá Bandaríkjunum og Evrópu, PGA meistari unglinga, Asíumeistarar unglinga og þannig mætti lengja telja.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR, og fyrrum sigurvegari á Duke of York, lék á þessu móti árið 2011 og endaði í 33. sæti.

Lokastaðan:

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ