Þórður Rafn Gissurarson.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson úr GR jafnaði vallarmetið í dag á Garðavelli þegar hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi. Þórður er með þriggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK fyrir lokahringinn.

Þórður er á -10 samtals en hann lék á 67 höggum á fyrsta hringnum og 73 höggum í gær. Axel er á -7 samtals en hann lék á einu höggi undir pari í dag eða 71 höggi eftir að hafa leikið tvo fyrstu hringina á 69 höggum. Ólafur Björn Loftsson úr GKG er þriðji á -3 samtals en hann lék á -2 í dag eða 70 höggum. Haraldur Franklín Magnús úr GR er í fjórða sæti á -1 samtals en lék á 71 höggi í dag.

„Ég var ekki sáttur við sjálfan mig og ég vildi gera betur. Ég vissi ekki að ég væri að jafna vallarmetið en ég vildi ná góðri forskoti fyrir lokahringinn. Ég ætla að halda mér við sama plan og áður. Eitt högg í einu. Aðstæðurnar voru góðar – flatirnar ekki eins harðar og í gær og ég hlakka til að leika á lokahringnum,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson en hann hefur endað í þriðja sæti á síðustu þremur Íslandsmótum.

„Þetta var aðeins óstöðugt hjá mér og púttin voru ekki eins og fyrstu tvo hringina. Aðstæðurnar voru frábærar á góðum velli og bauð upp á lág skor eins og Þórður sýndi. Það er erfitt að eiga við hann þegar Þórður setur allt ofaní. Ég er samt enn inn í þessu og það verður gaman að mæta til leiks á morgun,“ sagði Axel Bóasson.

1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 206 högg (67-73-66) -10
2. Axel Bóasson, GK 209 högg (69-69-71) -7
3. Ólafur Björn Loftsson, GKG 213 högg (72-71-70)-3
4. Haraldur Franklín Magnús, GR 215 högg (71-73-71) -1
5.-6. Andri Már Óskarsson, GHR 217 högg (71-74-72) +1
5.-6. Ragnar Már Garðarsson, GKG 217 högg (70-70-77) +1
7. Aron Snær Júlíusson, GKG 218 högg (74-69-75) +2
8.-9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 219 högg (71-81-67) +3
8.-9. Andri Þór Björnsson, GR 219 högg (73-74-72) +3
8.-9.  Henning Darri Þórðarson, GK 219 högg (73-72-74) +3
11.-12. Gísli Sveinbergsson, GK221 högg (75-73-73) +5
11.-12. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 221 högg (74-73-74) +5
13.-14. Tumi Hrafn Kúld, GA 222 högg (77-74-71) +6
13.-14. Rúnar Arnórsson, GK 222 högg (77-72-73) +6

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ