Tom Mackenzie hefur á undanförnum vikum unnið skýrslu fyrir Golfklúbbinn Leyni á Akranesi. Golfvallahönnuðurinn hefur nú lagt fram sínar tillögur að mögulegum breytingum á Garðavelli sem birtar eru á heimasíðu Leynis.Vinna Mackenzie fólst í því að gera úttekt á vellinum og koma með tillögur að breytingum.
Félagsfundur verður haldinn á Akranesi þriðjudaginn 24. nóvember n.k. þar sem að tillögurnar verða lagðar fram. Hægt er að kynna sér tillögurnar á heimasíðu Leynis.
Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru fram í skýrslunni má nefna:
1. braut vallarins verður sú sem er 10. braut í dag. Í rökstuðningi Mckenzie kemur fram að fjallasýnin frá nýjum 1. teig sé áhugaverð og rammi einnig inn lokaholuna sem er í dag sú 9.
Miklar breytingar verða gerðar á núverandi 7., 8., og 9. braut. Sú 8. verður lögð niður, 7. brautin verður nýtt undir tvær brautir, eina par 3 holu., og eina langa par 4 holu. Lokahola vallarins, sem er dag sú 9., verður að par 5 holu.
Töluverðar breytingar verða gerðar á núverandi 4. braut sem verður sú 13. í framtíðinni. Teigar verða færðir til norðurs, vatnstorfæra sett á brautina sjálfa og tjörnin við flötina verður lögð af.
Tillaga að breytingum við núverandi 7. braut.
Tillaga að breytingum á núverandi 9. flöt sem verður sú 18.
Tillaga að breytingum á núverandi 4. braut.
Tillaga að breytingum á núverandi 4. braut – Tjörnin við flötina er farinn og aðkoman að flötinni verður einfaldari.
Útsýnið frá væntanlegum teig á núverandi 4. braut sem verður sú 13. Vatnstorfæra á vinstri hönd.
Yfirlitsmynd yfir breytingar á Garðavelli.
Yfirlitsmynd yfir breytingatillögur á Garðavelli.