Auglýsing
Alexandra kylfingur ársins – Heiðrún Anna sú efnilegasta – tæplega 500 félagsmenn í GOS

Hagnaður var af rekstri Golfklúbbs Selfos á síðasta starfsári og lækkuðu skuldir GOS um rúmlega 5 milljónir. Félögum í GOS fjölgaði á árinu 2015 en þetta kom fram á aðalfundi GOS sem fram fór miðvikudaginn 2. desember.

Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu GOS:
Stjórn GOS var kosin áfram  með dynjandi lófaklappi en hana skipa: Ástfríður M Sigurðardóttir formaður, Svanur Geir Bjarnason ritari, Helena Guðmundsdóttir gjaldkeri, Halldór Morthens meðstjórnandi, Axel Óli Ægisson meðstjórnandi. Varamenn: Bergur Sverrisson og Páll Sveinsson nýr inn.

Hagnaður var á rekstri GOS á síðasta starfsári uppá kr.  7,013,440.- fyrir afskriftir og vaxtagjöld.  Tekjur klúbbsins á þessu ári voru kr. 57,862,630,- en tekjur klúbbsins hafa hækkað gríðarlega síðustu ár og má til samanburðar nefna að árið 2011 voru tekjur klúbbsins kr. 25,508,829,-.

Rekstrargjöld með afskriftum og vaxtagjöldum voru kr. 56,979,312,-

Hagnaður var þegar búið að er taka alla liði inn 951,287,-

Skuldir GOS lækkuðu um 5,159,900,-

  • Rekstrartekjur urðu kr. 57.862.633,-
  • Rekstrargjöld urðu kr. 50.849.193,-
  • Fjarmagnstekjur/gjöld urðu kr. -1.802.427,-
  • Hagnaður fyrir afskriftir varð 7.013.440,-
  • Hagnaður ársins eftir afskriftir og fjármagnsliði varð kr. 951.287,-
  • Eignir eru kr. 41.714.050,-
  • Langtímaskuldir eru kr. 12.705.119,-
  • Skammtímaskuldir eru kr. 4.317.595,-
  • Eigið fé er kr. 24.691.336,-
  • Eigið fé og skuldir kr. 41.714.050,-

Hægt er að skoða Ársreikning hér:Golfklúbbur Selfoss. Ársreikningur 1. nóv. 2014 – 31. okt. 2015

Gosarar geta því verið mjög stolt af rekstri og stöðu GOS í dag.

Töluverð aukning var í flestum liðum hjá GOS þetta árið t.d hækkuðu flatartekjur um heil 29% á milli ára.

Árgjöld fyrir árið 2016 voru samþykkt, hækkun er á árgjöldum en þær hækkarnir skýrast fyrst og fremst á að við erum að taka í notkun nýja innaðstöðu sem GOS er að leiga til næstu tveggja ára og fylgir því mikill kostnaður, einnig er farið eftir vísitöluhækkun, launahækkunum og hækkun á sköttum til GSÍ. GOS ætlar að vera með nýjan lið í Árgjöldum GOS 2016 en núna verður sér árgjald fyrir aldurshópin 19 – 30 ára. Sá aldur hefur átt undir högg að sækja í golfinu og er mikið brottfall á þessum aldri, en óþarfa mikið stökk var á milli unglingagjald ( 18 ára og yngri) og síðan beint í fullt gjald. Með þessu gjaldi erum við að vonast að þessir kylfingar haldi áfram eftir 18 ára aldur.

Frítt er fyrir félagsmenn GOS í nýju inniaðstöðina en hún verður opnuð 15-19 desember, auglýst síðar.

Hægt er að skoða gjaldskrána hér: tillaga að árgjöldum 2016

[quote_box_center]Töluverð aukning var á spili á vellinum  á þessu ári en við fórum í fyrsta skipti síðan mælingar hófust yfir 10.000,- hringi eða 11,163,- hringir voru skráðir í ár.  Aukning milli ára var því 14,1%.[/quote_box_center]

Félagafjöldi GOS 2015 var 493 og þar af 203 í gegnum starfsmannafélag Íslandsbanka.  Aukning var 23 kylfingar í GOS

Öflugar nefndir voru kosnar og óskum við þeim til hamingju með það og óskum þeim velgengi.

Hér er hægt að sjá nefndir GOS 2016: Tillaga að nefndum 2016

File_006
Viðurkenningar
:

Kylfingur ársins: Alexandra Eir Grétarsdóttir.

Efnilegasti unglingurinn: Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Framför og ástundun: Aron Emil Gunnarsson og Pétur Sigurdór Pálsson.

Mesta lækkun forgjafar: Ólafur Unnarsson.

Háttvísibikar GSÍ: Bárður Guðmundarson.

Eftirfarandi fara í kjör um íþróttakarl og konu ársins hjá Sveitafélaginu Árborg 28.desember

Golfkona ársins: Alexandra Eir Grétarsdóttir.

Golfkarl ársins: Aron Emil Gunnarsson.

Eldri kylfinganefnd afhendi Vilhjálmi Pálssyni bikar fyrir sigur í Holukeppni eldri kylfinga sem fór fram í sumar.

GOS óskar verðlaunahöfum til hamingju með viðurkenningar.

Undir önnur mál á fundinum:

Hlynur Geir kynnti nýja inniaðstöðu sem verður í Gagnheiði. Loksins erum við komin með inniaðstöðu yfir veturinn sem er tryggð til amk 2ja ára. Hlynur kynnti kaup á nýjum golfhermi sem er sá flottasti sem hægt er að fá og sýndi myndband af golfherminum. Kostnaður við nýja aðstöðu er að detta í 2,3 milljónir sem stefna er á að verði uppgreidd á 2 árum með seldum hringjum í hermi. Nýr yfirþjálfari barna og unglinga er Bergur Sverrisson. Alexandra og Heiðrún munu sjá um þjálfun stúlkna og en Hlynur Geir sér einnig um þjálfun. Kostnaður þjálfara er í algjöru lágmarki. Hermir verður opinn frá 10-22 og munu verða seldir aðgangar í hann en panta þarf tíma í gegnum krækju á heimasíðu klúbbsins. Innheimta verður með sölu gatakorta og er verði stillt í hóf sem vert er að minnast á að er mun lægra en hjá öðrum klúbbum á landinu með svipaðan hermi. Hlynur kynnti einnig hvernig aðgangur í húsið er fyrirhugaður.  Kynning verður á herminum laugardaginn 19.desember.

Hlynur Geir kynnti framtíðarsvæði GOS. Lítið er að gerast í þeim málum. Beðið er eftir aðaldeiluskipulagi Flóahrepps og gæti biðin orðið 1 ár. Allir tengdir aðilar eru þó sammála um að drífa þurfi í að halda áfram vinnunni. Því er unnið að því í klúbbnum að undirbúa breytingar á þeim velli sem er nú til staðar þar til byrja má á nýja svæðinu

Fundarstjóri óskaði nýrri stjórn til hamingju með kosningu. Hann þakkaði einnig fundarmönnum fyrir góða fundarsetu og óskaði þeim velfarnaðar. Sleit síðan fundi kl 21:50

Hægt er að skoða Ársskýrslu GOS 2015:

Kápa GOS ársskýrsla 2015

Ársskýrsla GOS 2015

File_007
Aron og Alexandra.
File_005
Alexandra og Ástfríður M Sigurðardóttir formaður.
File_002
Pétur, Aron og Ástfríður M Sigurðardóttir formaður.
File_004
Heiðrún Anna og Ástfríður M Sigurðardóttir formaður.


File_000 File_001 File_003

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ