Þórður Rafn Gissurarson, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi karla, byrjaði vel á fyrsta keppnisdeginum af alls þremur á ProGolf atvinnumótaröðinni. Mótið fer fram í Marokkó og lék GR-ingurinn á 69 höggum eða -3 á fyrsta hringnum. Hann fjóra fugla á hringnum en tapaði aðeins einu höggi. Þórður er í 15. sæti en skor keppenda var lágt á fyrsta hringnum. Besta skorinu náði Bernard Neumayer en hann lék á -7.
ProGolf atvinnumótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfri Evrópumótaröðinni.
Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.