Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.
Andri Þór Björnsson var léttur að loknum góðum hring í dag.
Auglýsing

Daníel Ísak Steinarsson, fimmtán ára gamall kylfingur úr GK, stal senunni á fyrsta degi Egils-Gullmótsins á Eimskipsmótaröðinni sem hófst á á Strandarvelli á Hellu í dag. Daníel Ísak lék fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er jafn Andra Þór Björnssyni, GK.

Daníel Ísak lék fyrri níu holurnar á 35 höggum en náði svo þremur fuglum á síðustu fjórum holum dagsins og lauk leik á fjórum höggum undir pari. Andri Þór spilaði jafnan og góðan hring í dag, var með sex fugla, meðal annars á átjándu holunni.

Kristján Þór Einarsson, GM, er þriðji á þremur höggum undir pari og þar á eftir koma Ingvar Andri Magnússon, GR, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, allir á tveimur höggum undir pari. Ragnar Már fékk tvo fugla á síðustu fjórum holunum, en Hlynur Geir var í fínu formi framan af, þremur höggum undir pari eftir tólf holur. Hann paraði fimm og fékk einn skolla á síðustu sex holunum.

Í kvennaflokki eru Berglind Björnsdóttir, GR, og Ólöf María Einarsdóttir, GM, jafnar á tveimur höggum yfir pari. Berglind lék fyrri níu holurnar á 36 höggum og endurtók leikinn á seinni níu. Ólöf María fékk tvo skramba á fyrri níu en krækti í þrjá fugla á seinni níu og þær enduðu báðar á 72 höggum.

Skammt á eftir þeim koma Þórdís Geirsdóttir, GK, og Ingunn Einarsdóttir, GKG, á 74 höggum og stutt er í næstu kylfinga þar á eftir. Hin fjórtán ára gamla Hulda Clara Gestsdóttir lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en fékk svo tvo skramba á seinni níu og féll niður listann.

Berglind Björnsdóttir er efst í kvennaflokki ásamt Ólöfu Maríu Einarsdóttur.
Berglind Björnsdóttir er efst í kvennaflokki ásamt Ólöfu Maríu Einarsdóttur.
andri_mar_oskarsson2016gk
Andri Már Óskarsson horfir á eftir boltanum á heimavelli sínum.
andri_thor2_bjornsson2016gk
Andri Þór Björnsson vísar boltanum veginn eftir pútt.
hlynur_geir_hjartarson2016gk
Hlynur Geir Hjartarson.
karen_gudnadottir2016gk
Karen Guðnadóttir.
kristjan_thor_olafur_bjorn2016gk
Kristján Þór og Ólafur Björn voru ánægðir með hvorn annan.
ragnar_mar_Gardarsson2016gk
Ragnar Már Garðarsson.
saga_traustadottir
Saga Traustadóttir.
sigurthor_jonsson2016gk
Sigurþór Jónsson.
egmot_2strond2016
Björgvin Sigurbergsson í stúkusæti. Áhorfendum mun eflaust fara fjölgandi þegar líður á helgina.
egmot_1strond2016
Helga Kristín Einarsdóttir.

egmot_strond2016

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ