Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir fékk 9 pör í röð á fyrri 9 holum dagsins og fjóra fugla á síðari 9 holunum. Hann fór upp um 39. sæti og er í 15. sæti fyrir lokahringinn.

Najeti Open mótið fer fram á Aa-Saint Omer vellinum í rétt við bæinn Lumbres. Þetta er fyrsta mótið á Challenge Tour mótaröðinni hjá Birgi á þessum tímabili en hann hefur glímt við meiðsli í baki í vor.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér:  

Challenge Tour eða Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ