Það var mikið um að vera á Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem leiknar voru tvær umferðir í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni 2016 á Eimskipsmótaröðinni í karla og kvennaflokki. Það er ljóst að ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í ár.
Í karlaflokki mætast Gísli Sveinbergsson úr Keili Hafnarfirði og Aron Snær Júlíusson úr GKG. Í kvennaflokki eigast við GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir.
Úrslitaleikirnir fara fram þriðjudaginn 21. júní og hefjast þeir kl. 9.50 og 10.00 á Hólmsvelli í Leiru.
Um bronsverðlaunin leika Theodór Emil Karlsson úr GM og Andri Már Óskarsson úr GHR. Í kvennaflokki eigast við Ingunn Einarsdóttir úr GKG og Signý Arnórsdóttir úr GK – en hún hefur tvívegis fagnaði sigri í þessari keppni. Leikirnir um þriðja sætið hefjast 9.30 og 9.40.
Úrslit í undanúrslitum:
Berglind Björnsdóttir, GR – Ingunn Einarsdóttir, GKG – 3/2.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Signý Arnórsdóttir, GK – 4/3.
Gísli Sveinbergsson, GK – Andri Már Óskarsson, GHR – 4/3.
Aron Snær Júlíusson, GKG – Theodór Emil Karlsson, GM. – 4/2.
Úrslit í 8-manna úrslitum karla urðu eftirfarandi:
Gísli Sveinbergsson, GK – Magnús Lárusson, GJÓ – 5/4.
Andri Már Óskarsson, GHR – Ólafur Björn Loftsson, GKG – Andri sigraði á 19. holu.
Theodór Emil Karlsson, GM – Arnór Snær Guðmundsson, GHD – 3/1.
Aron Snær Júlíusson, GKG – Rúnar Arnórsson, GK -2/1.
Ingunn Einarsdóttir, GKG – Þórdís Geirsdóttir, GK – 5/4.
Berglind Björnsdóttir, GR – Hafdís Alda Jóhannsdótir, GK – 3/2.
Signý Arnórsdóttir, GK – Særós Eva Óskarsdóttir, GKG -3/1.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jódís Bóasdóttir, GK -3/2.
Öll úrslit úr KPMG-bikarnum 2016 má nálgast hér: