Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Nýtt keppnistímabil á Eimskipsmótaröðinni hefst í Vestmannaeyjum föstudaginn 2. september þar sem Nýherjamótið fer fram. Mótið markar upphaf á keppnistímabilinu 2016-2017 og verða alls átta mót á dagskrá á því tímabili.

Á næstu þremur vikum verða tvö mót á Eimskipsmótaröðinni og er að miklu að keppa fyrir kylfinga að safna stigum til þess að bæta stöðu sína og auka þar með möguleikana á að komast inn í „final four“ úrslitakeppnina sem fram fór í fyrsta sinn í sumar. Securitasmótið sem fram fór um s.l. helgi á Grafarholtsvelli var lokamót keppnistímabilsins 2016 þar sem úrslit réðust í keppni um stigameistaratitilinn 2016.

Honda-Classic mótið sem fram fer á Garðavelli á Akranesi dagana 16.-18. september er annað mót keppnistímabilsins 2016-2017 og keppni hefst síðan aftur að nýju í maí árið 2017.

Smelltu hér til að skrá þig: 

Skráningafrestur fyrir Nýherjamótið í Vestmannaeyjum rennur út sunnudaginn 28. ágúst. Á Nýherjamótinu verða leiknar 18 holur á dag og alls 54 holur, Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki.

[pull_quote_right]Skráningafrestur fyrir Nýherjamótið í Vestmannaeyjum rennur út sunnudaginn 28. ágúst.[/pull_quote_right]

Rástímar verða birtir á golf.is á miðvikudeginum 31. ágúst fyrir klukkan 17:00. Á fyrsta keppnisdegi fer rástími keppenda eftir forgjöf, og síðan verður raðað út eftir skori. Alla þrjá dagana verður ræst út frá kl. 7:30.

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144, þar af hámark 108 í karlaflokki og hámark 36 í kvennaflokki. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn.

Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ