Á nýliðnum aðalfundi Samtaka Evrópskra golfvallarstarfsmanna (FEGGA) sem haldin var í bænum Lagos í Portúgal var Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri golfklúbbsins Keilis, endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára. Ólafur hefur sinnt formennsku í FEGGA síðastliðinn tvö ár og samhliða því setið í nefnd um sjálfbæra þróun golfvalla á vegum Evrópska golfsambandsins.
Aðalfundurinn var haldin samhliða ráðstefnu FEGGA sem haldinn er yfir tvo daga, 80 fulltrúar frá Evrópu sátu saman til að skrafs og ráðagerða varðandi sjálfbæraþróun golfvallareksturs í álfunni. Áhersla ráðstefnunnar í ár var vatnsnotkun og auðlindastjórnun á IBERIA svæðinu, drög að sameiginlegri yfirlýsingu varðandi notkun varnarefna á golfvöllum og menntun golfvallarstarfsmanna. Einnig var kynnt nýtt verkefni á vegum FEGGA sem mun auðvelda golfvallarstarfsmönnum að breikka sjóndeildarhring sinn í starfi og gengur út á tímabundin starfsmannaskipti á milli golfvalla í Evrópu.
Íslendingar áttu einnig fyrirlesara á ráðstefnunni en það var Edwin Roald sem vakti mikla athygli ráðstefnugesta er hann ræddi hugmyndina “af hverju 18 holur” Edwin hefur fengið mjög góðan hljómgrunn hjá valdamiklum stofnunum í golfi í Evrópu fyrir hugmyndinni og var vel tekið af ráðstefnugestum enda hugmyndin mikið rædd á göngum ráðstefnunnar.