/

Deildu:

Edwin Roald.
Auglýsing

Vefsamfélagið Green Planet Architects, hefur skipað íslenska golfvallahönnuðinum Edwin Roald á bekk meðal 25 fremstu golfvallaarkitektastofa heims á sviði umhverfisverndar og sjálfbærni. Er Íslendingurinn þar á blaði með nokkrum af þekktustu hönnuðum golfheimsins. Sjálfur hefur Edwin starfað sjálfstætt í greininni í meira en áratug, bæði innanlands og utan, og hefur lagt áherslu á að hanna golfvelli með lágmarks inngripi í landslag og náttúru þeirra svæða sem unnið er með hverju sinni.

Auk þessa hefur Edwin Roald vakið athygli í golfheiminum undanfarin ár vegna þeirra hugmynda sem hann hefur kynnt um nýja sýn á holufjölda á golfvöllum, m.a. til að sporna við þeim samdrætti sem vart hefur orðið í iðkendafjölda í golfhreyfingunni á heimsvísu á liðnum áratug. Þessar hugmyndir eru kynntar á sérstökum vef Edwins, why18holes.com. „Þessi hugmyndafræði er ekki síður innblásin af þeirri sýn að aukið frelsi í hönnun og sköpun, sem fengist með því að hafa frjálsari hendur hvað holufjölda varðar, geri okkur kleift að skipuleggja golfvelli með mun jákvæðari áhrifum á umhverfi, samfélag og efnahag en við höfum kynnst hingað til,“ segir Edwin Roald í fréttatilkynningu.

Green Planet Architects er vefsvæði sem tileinkað er umhverfisvænum og sjálfbærum arkitektúr, sem leiðir saman og beinir sviðsljósinu að arkitektum og hönnuðum með yfirgripsmikla þekkingu, reynslu og sýn á umhverfisvernd og sjálfbæra þróun.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ