/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Auglýsing

Illa gekk hjá kylf­ing­un­um Ólafíu Þór­unni Krist­ins­dótt­ur GR og Val­dísi Þóru Jóns­dótt­ur Leyni á þriðja degi loka­úr­töku­móts­ins fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í Mar­okkó í gær. Ólafía lék á 77 högg­um eða fimm yfir pari og Val­dís á 76 högg­um en þær léku ekki sama völl­inn. Var þetta versti hring­ur Ólafíu til þessa en Val­dís hef­ur leikið alla þrjá á sama skor­inu.

Ólafía fékk tvo skramba á hringn­um, einn skolla en eng­an fugl. Hún lék hina tvo hring­ina á 73 og 74 högg­um. Hún er í 76. – 88. sæti á sam­tals átta yfir pari og þrem­ur högg­um frá áætluðum niður­skurði sem verður eft­ir hring­inn í dag. Val­dís Þóra er á sam­tals tólf yfir pari og er í 102. – 107. sæti. Skor­kort henn­ar var öllu skraut­legra en hjá Ólafíu. Val­dís nældi í þrjá fugla en fékk einnig tvo skramba og þrjá skolla. Að lokn­um fimm hringj­um kom­ast þrjá­tíu efstu á Evr­ópu­mótaröðina, LET.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ