Fjórða og næst síðasta tölublað ársins af Golf á Íslandi er nú að leið til kylfinga. Blaði er að venju stútfullt af efni en vel farið yfir golfsumarið 2014. Golf á Íslandi er stærsta tímarit landsins í nafnadreifingu en því er dreif heimili 17.000 kylfinga. Blaðið gegnir mikilvægu hlutverki í miðlun upplýsinga til kylfinga og tryggir skráningu golfsögunnar á hverjum tíma. Fjölbreytt efni er að finna í blaðinu eins og sjá má á neðangreindum lista.
- Sexfaldir Íslandsmeistarar Birgir Leifur Hafþórsson, Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson rifja upp afrekin og ræða málin.
- Golfsumarið 2014, hvernig gekk hjá golfklúbbunum í sumar?
- Gísli Sveinbergsson á Duke of York í máli og myndum.
- Stefán Þorleifsson 98 ára kylfingur lék á aldri sínum og skelli sér í golfferð.
- Allt um Ryderinn 2014
- Íslandsmótið golfi gert upp í máli og myndum.
- Íslandsbankamótaröðin og unglingaeinvígið, hvað segja krakkarnir ?
- Haukur Örn fer yfir málin og stefnumótum sambandsins.