Gott gengi á Opna hollenska - Golfsamband Íslands
/

Deildu:

Bjarki Pétursson.
Auglýsing

Ragnar Már Garðarsson úr GKG er áfram í toppbaráttunni ásamt fleiri íslenskum kylfingum þegar keppni er hálfnuð á Opna hollenska áhugamannamótinu.  Ragnar lék á 69 höggum í dag líkt og hann gerði í gær. Hann er því samtals á -6 og er hann einu höggi á eftir efsta manni. Alls eru fimm íslenskir kylfingar á þessu móti, fjórir karlar og ein kona.

Að miklu er að keppa því sigurvegarinn fær keppnisrétt á KLM mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Bjarki Pétursson úr GB er aðeins höggi á eftir Ragnari er hann er samtals á -5 eftir að hafa leikið á 69 höggum í dag.  Bjarki er einn í fjórða sæti mótsins eftir að hafa leikið á 70-69.

Gísli Sveinbergsson úr Keili er í sjötta sæti en hann er samtals á -2 eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag líkt og hann gerði á fyrsta hringnum.

Ísak Jasonarson úr GK hefur ekki fundið taktinn á þessu móti og rekur hann lestina á 82 og 91 höggum.

Ásta Birna Magnúsdóttir er í 25. sæti í kvennaflokknum eftir að hafa leikið á 76 og 83 höggum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing