Íslandsmót 35 ára og eldri hófst snemma í morgun á Vestmannaeyjavelli, alls eru 100 kylfingar skráðir til leiks en völlurinn er í mjög góðu standi að venju. Veðrið lék við keppendur í dag en óveðurský hrannast þó upp en búast er við vindi og úrkomu á morgun. Leiknar 54 holur á þremur dögum í þremur flokkum karla- og kvennaflokki. Ríkjandi Íslandsmeistarar er skráðir til leik, en það eru þau Þordís geirsdóttir, GK og Einar Lyng Hjaltason, GL. Í karlaflokki leiðir Ástþór Arnar Ástþórsson, GS en hann lék á pari eða 69 höggum, í kvennaflolli leiðir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR en hún lék best allra á 67 höggum eða 2 undir pari.
GSÍ 1. flokkur karla – 35 og eldri 1 Ástþór Arnar Ástþórsson, GS, 69 par 2 Tryggvi Valtýr Traustason, GSE 70 +1 3 Þórður Emil Ólafsson, GL, 70 +1 GSÍ 1. flokkur kvenna – 35 og eldri 1 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 67 -2 2 Þórdís Geirsdóttir, GK, 69 Par 3 Hansína Þorkelsdóttir, GKG, 77 +8 GSÍ 2. flokkur karla – 35 og eldri 1 Leifur Kristjánsson GR, 73 +4 2 Börkur Geir Þorgeirsson GR, 74 +5 3 Helgi Sigurðsson GV , 74 +5 GSÍ 2. flokkur kvenna – 35 og eldri 1 Margrét Sigmundsdóttir GK, 83 +14 2 Sara Jóhannsdóttir GV, 85 +16 3 Katrín Harðardóttir GV. 90 +21 GSÍ 3. flokkur karla – 35 og eldri 1 Halldór R Baldursson GR, 82 +13 2 Héðinn Ingi Þorkelsson GKG, 83 +14 3 Viðar Elíasson GV, 89 + 20 GSÍ 3. flokkur kvenna – 35 og eldri 1 Rut Aðalsteinsdóttir GR, 98 +29 2 Alda Harðardóttir GKG, 99 +30 3 Guðrún Einarsdóttir GK, 100 +31 4 Irma Mjöll Gunnarsdóttir GR, 100 +31 5 Guðmunda Á. Bjarnadóttir GV, 100 +3/
- Pistlahöfundur: Sigurður Elvar