Axel Bóasson.
Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili endaði í 23. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic League atvinnumótaröðina í golfi sem lauk í dag. Ólafur Björn Loftsson endaði í 49. sæti en þeir eru báðir búnir að tryggja sér keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Axel er með fullan keppnisrétt en Ólafur verður með takmarkaðan keppnisrétt á þessari mótaröð.

Lokastaðan

Leikið var á Skjoldenæsholm golfvallasvæðinu í Danmörku og lék Axel á 68 höggum í dag eða -4 þar sem hann fékk fjóra fugla og tapaði ekki höggi. Samtals lék Axel á -3 (71-74-68). Ólafur Björn lék á +1 samtals (71-71-75).

Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins.  

Þeir sem enduðu í 25 efstu sætunum á lokaúrtökumótinu verða í styrkleikaflokki 6 á næsta tímabili á þessari mótaröð, Ólafur verður í styrkleikaflokki 9.



IMG_8585.jpgScreenshot (28).png

IMG_8505.jpg

Screenshot (29).png

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ