/

Deildu:

Hörður Þorsteinsson.
Auglýsing

Hörður Þorsteinsson hefur tilkynnt stjórn Golfsambands Íslands að hann óski eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins. Hörður mun láta af störfum um áramótin.

Hörður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands frá 1999 og hefur á þeim tíma stýrt sambandinu á mesta vaxta- og framfararskeiði golfhreyfingarinnar.

Á þessum tíma hefur fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast og í dag er Golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan íþróttahreyfingarinnar.

Hörður hefur átt stóran þátt í þessari miklu velgengni og vill Golfsamband Íslands þakka Herði innilega fyrir einstaklega vel unnin störf og einstakt framlag í þágu golfhreyfingarinnar undanfarin sextán ár.

Haukur Örn Birgisson
forseti GS

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ